Eðalfiskur tryggir sér lóð á Akranesi

Deila:

Brimishólmi ehf. hefur skrifað undir samning um lóð í grænum iðngörðum í Flóahverfi á Akranesi. Fyrirtækið er eitt dótturfélaga Eðalfangs. Með samningnum tryggir Eðalfang sér aðgang að lóðum sem eru yfir 25 þúsund fermetrar. Réttur til bygginga er um 13 þúsund fermetrar á lóðinni. Hún verður afhent til Eðalfangs til uppbyggingar á árinu 2024.

Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar. Þar segir að Eðalfang hyggist stækka starfsemi sína og ná fram því markmiði að vera öflugir þátttakendur í næstu bylgju í sjávarútvegi á Íslandi, eins og það er orðað. Mikil tækifæri séu fyrir hendi að auka verðmætasköpun með fullvinnslu afurða á Íslandi til útflutnings í samvinnu við eldisfyrirtækin.

Eðalfang hyggst verða leiðandi í fullvinnslu á laxaafurðum á Íslandi.

Nánar má lesa um áform fyrirtækisins hér.

Deila: