Grásleppu sem villist í þorskanet skal sleppt

Deila:

Fiskistofa vill árétta að skip sem stunda netaveiðar, aðrar en grásleppuveiðar samkvæmt sérstöku sérstöku leyfi Fiskistofu, er skylt að sleppa allri grásleppu sem er lifandi í netum þegar þau eru dregin. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Þar segir enn fremur að stofnunin muni bregðast við ef skip verða ítrekað uppvís að löndun óeðlilegs magns af grásleppu. Ljóst sé að megnið af grásleppu sem lendir í þorskanetum séu þar lifandi, því þorskanet séu dregin með reglubundnum hætti.

Deila: