Nýr Sigurvin til heimahafnar á Siglufirði

Deila:

Björgunarskipið Sigurvin kom til hafnar á Siglufirði í Fjallabyggð um helgina. Skipið mun leysa nafna sinn af hólmi. Skipið er útbúið allri nýjustu tækni sem mun nýtast vel við björgunarstörf.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að Sigurvin sé annað af 13 nýjum skipum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg lætur smíða í Finnlandi um þessar mundir. Fyrsta skipið fór til Vestmannaeyja en þriðja skipið mun eiga heimahöfn í Reykjavík.

Sigling skipsins norður gekk svo vel að skipið þurfti að lóna fyrir utan Siglufjörð um hríð, svo það gæti siglt inn í fjörðinn á auglýstum tíma.

Mikil hátíðahöld voru á Siglufirði um helgina vegna komu skipsins.

Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu og aldur gömlu björgunarskipanna, sem nú er unnið að því að endurnýja.

Deila: