Vijla reisa allt að 500 metra sjóvarnargarð

Deila:

Grindvíkingar eru stórhuga þegar kemur að hafnarframkvæmdum. Þeir hafa nú augastað á 400 til 500 metra löngum brimvarnargarði sem stórauka á öruggi sjófarenda. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta.

Þar er rætt við Sigurð A. Kristmundsson hafnarstjóra sem segir brýnt að bæta öryggi við innsiglingu að Grindavíkurhöfn. Mörg dæmi séu um að skip hafi ákveðið að landa í öðrum höfnum vegna aðstæðna.

Fram kemur að vinna við frumhönnun á ytri sjóvarnargarði við innsiglinguna sé hafin með framkvæmdasviði Vegagerðarinnar. Bent er á að fyrirtæki í sjávarútvegi á staðnum ráði yfir 10% aflahlutdeildar í botnfiski og að þess vegna séu útflutningsverðmætin 24-26 milljarðar á ári. Loks er bent á mikil uppbyggingaráform í fiskeldi, sem muni reiða sig á höfnina.

Deila: