Síldarvinnslan hefur áhuga á félagi Samherja

Deila:

Stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. hef­ur samþykkt að hefja viðræður við Sam­herja hf. um kaup á helm­ings­hlut í sölu­fé­lag­inu Ice Fresh Sea­food ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Síldarvinnslunnar til kauphallarinnar í dag.

Í tilkynningunni segir að um sé að ræða rökrétt framhalda af vexti og auknum umsvifum Síldarvinnslunnar, svo sem vegna kaupanna á Vísi hf., að kanna möguleika á að styrkja sölu- og markaðsmál félagsins.  Ice Fresh Seafood ehf. er í eigu Samherja, sem aftur á ríflega 30% hlut í Síldarvinnslunni. Fram kemur að Þorsteinn Már Baldvinsson, forsjtóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, hafi ekki tekið þátt í meðferð málsins og ákvörðun innan stjórnar Síldarvinnslunnar hf.

Í tilkynningunni segir enn fremur að sölunet Ice Fresh Seafood nái til yfir 60 ríkja.

Deila: