Fylltu skipin á innan við sólarhring

Deila:

„Þetta kallast víst mok,” er yfirskrift fréttar á vef Síldarvinnslunnar um veiði ísfisktogaranna Bergur VE og Vestmannaey VE. Skipin hafa bæði mokfiskað að undanförnu. Fram kemur í fréttinni að þau hafi bæði landað fullfermi í Vestmannaeyjum á sunnudag. Þau hafi í kjölfarið bæði haldið aftur á miðin eftir löndun og verið komin aftur að höfn með fullfermi á mánudgskvöld. Bæði skipin hafi því fyllt sig á innan við sólarhring.

Fram kemur að aflinn hafi mest verið ýsa og þorskur, hinn fallegasti fiskur. Skipin hafa farið um tvo túra á viku að undanförnu. Í fréttinni segir að menn gætu róið stífar en mikilvægt sé að klára ekki kvótann of snemma.

Bergur mun halda til veiða á ný á föstudag en Vestmannaey á laugardag. Það verða síðustu túrar skipanna fyrir páska.

Deila: