Áframhald samstarfs um Breið þróunarfélag

Deila:

Brim hf. og Akraneskaupstaður hafa samið um að halda áfram með starfsemi Breiðar þróunarfélags til ársins 2026. Félagið var stofnað í júlí 2020 en aðilar eru sammála um að verulegur og jákvæður árangur hafi verið af samstarfinu frá stofnun þess. Þegar hefur nýsköpunarsetur verið sett á fót og ný störf hafa verið sköpuð á  ýmsum sviðum. Fram kemur í tilkynningu að áfram verði unnið að því að efla starfsemi Breiðar þróunarfélags sem vettvangs nýsköpunar og frumkvöðlastarfs þar sem áhersla verður m.a. lögð á rannsóknir og nýtingu auðlinda hafsins, aðgerðir gegn súrnun sjávar  og aðgerðir í loftslagsmálum til að mæta markmiðum Íslands í loftslags- og umhverfismálum.

Í tilkynningunni segir að sameiginlega verði unnið að breytingum á aðalskipulagi Breiðarinnar og nýju deiliskipulagi sem byggir á vinningstillögunni „Lifandi samfélag við sjó”.

Framkvæmdastjóri Breiðar þróunarfélags er Valdís Fjölnisdóttir og í stjórn sitja Gísli Gíslason sem starfandi stjórnarformaður, Sævar Freyr Þráinsson sem bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og Inga Jóna Friðgeirsdóttir sem fjármálastjóri Brims.

Deila: