Stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa

Deila:

Farþegafjöldi skipa sem leggjast að bryggju Faxaflóahafna á þessu ári verður um 300 þúsund. Met verður slegið í komu skemmtiferðaskipa í Faxaflóahafnir á árinu. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Þar segir að þann 1. mars hafi 269 skip boðað komu sína en að þeim gæti enn hafa fjölgað.

Í fyrra komu 184 skip. Í umfjölluninni segir að reiknað sé með að tekjur Faxaflóahafna af komu skemmtiferðaskipa á árinu verði um 1.100 milljónir króna. Nærri lætur að það sé um 30 prósent af heildartekjum hafnarinnar.

Haft er eftir Gunnari Tryggvasyni hafnarstjóra að ekki sé hægt að taka á móti fleiri skemmtiferðaskipum yfir háannatímann; júní, júlí og ágúst.

Deila: