Veiðigjöld í janúar 629 milljónir

Deila:

Útgerðin greiddi 629 milljónir króna í veiðigjöld í janúar. Radarinn greinir frá þessu og vísar í gögn Fiskistofu. Á sama tíma í fyrra greiddi útgerðin 371 milljón króna. Hækkunin milli ára nemur um 70%.

Radarinn segir að mestu muni um veiðigjald af kolmuna en 72 þúsund tonn af kolmuna voru veidd í janúar. Engum kolmuna var landað í janúar í fyrra. Næstmest munar um ýsuna, sem skilaði 105 milljónum í ríkissjóð í janúar. Einnig munar nokkuð um veiðigjald af loðnu.

Veiðigjald fyrir þorsk skilaði mestu í ríkissjóð í janúar, eða um 370 milljónum króna í janúar.

Deila: