Einn skipverji lést í eldsvoða í Grímsnesi GK í nótt

Deila:

Einn skipverji lést og öðrum er haldið sofandi í öndunarvél eftir að eldur kom upp í Gríms­nesi GK-555 í nótt. Maðurinn sem lést var að verða fimmtugur, með pólskt ríkisfang. Hann lætur eftir sig eiginkonu og börn.

Mbl.is greinir frá því að sjö menn hafi verið sofandi í bátnum, sem var í Njarðvíkurhöfn, þegar eldurinn kom upp. Skipið átti að fara til veiða snemma í morgun og var nær öll áhöfnin komin um borð. Sex menn komust út úr bátnum en sá sjöundi ekki. Tilraunir til endurlífgunar á báru á vettvangi ekki árangur. Maðurinn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Tveir menn særðust í brunanum og er öðrum þeirra haldið sofandi, að því er fram hefur komið í fréttum.

Útkallið barst um tíu mínútur yfir tvö í nótt. Mikill eldur mun hafa verið í bátnum. Eldurinn reyndist erfiður viðureignar og blossaði aftur upp um klukkan sjö í morgun.

Deila: