Tugir íslenskra fyrirtækja sýna í Barselóna

Deila:

Fjörutíu og fimm íslensk fyrirtækja kynna nú vörur sínar og þjónustu á Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Barselóna á Spáni. Sýningin hófst í gær, mánudag. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundir í heiminum en hún fer nú fram í 29. skipti. Sýningin var áður í Brussel í Belgíu en er nú haldin í Barselóna í annað sinn.

Fram kemur á heimasíðu sýningarinnar að ríflega 2.000 fyrirtæki taki þátt í sýningunni frá 87 löndum en auk þess eru þar básar 68 þjóða.

Sýningarrýmið telur tæplega 50 þúsund fermetra.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau íslensku fyrirtæki sem eru í Barselóna.

Eins og áður er sýningin tvískipt. Annars vegar er um að ræða framleiðendur sjávarafurða en hins vegar þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi.

 

Deila: