Strandveiðar hafnar í fimmtánda sinn

Deila:

Strandveiðar hefjast í dag, 2. maí, í fimmtánda sinn.

Heimilt verður að veiða 10 þúsund tonn af þorski, eins og í fyrra, samkvæmt reglugerð matvælaráðherra. Ekki liggur fyrir hversu margir hafa skráð sig á strandveiðar að þessu sinni en í fyrra voru aflaheimildir uppurnar 21. júlí.

Fyrirkomulag strandveiða verður eins og í fyrra, í það minnsta fyrst um sinn, en ráðherra hefur gert fyrirvara við gildandi reglugerð og hefur boðað að hún gæti tekið breytingu ef frumvarp um svæðaskiptingu strandveiða verður samþykkt í þinginu.

Útlit er fyrir ágætt sjóveður víða um land en þó síst úti fyrir Suðvesturlandi.

Deila: