Leita að manneskju til að leiða botnsjávarsvið

Deila:

Hafrannsóknastofnun leitar að starfsmanni til að leiða botnsjávarsvið stofnunarinnar. Sviðið telur 25 starfsmenn. Í frétt á vef Hafró segir að megin viðfangsefni sviðsins séu rannsóknir, vöktun og ráðgjöf um nýtingu botnlægra nytjastofna auk rannsókna á vistkerfum hafsins og kortlagningu þeirra.

„Rannsóknir beinast að breytingum í stofnstærð, viðgangi, atferli og samspili mismunandi þátta vistkerfisins, sem og mati á áhrifum athafna manna á það. Sviðsstjóri situr í framkvæmdarstjórn stofnunarinnar,” segir í fréttinni.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Daglegur rekstur sviðsins og dreifing verkefna.
  • Ábyrgð á verkefnum sviðsins.
  • Faglegur stuðningur við sérfræðinga sviðs.
Nánari upplýsingar má sjá hér.
Deila: