Nýtt björgunarskip dró vélarvana bát til hafnar

Deila:

Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Vestmannaeyjum, sótti í morgun vélarvana smábát við Kötlutanga, skammt undan Vík í Mýrdal. Bátinn rak undan hægum vindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Áhöfnin var hálfan annan tíma á leið á vettvang. Að svo búnu var dráttartaug komið frá Þór í bátinn og hann dreginn til Vestmannaeyja. Dráttarhraðinn var um 10 mílur. Fram kemur í tilkynningunni að ekki hafi verið ráðlagt að draga bátinn hraðar þó skipið hafi til þess afl.

Einn maður var um borð í bátnum.

Þór, sem er eitt nýrra björg­un­ar­skipa Slysa­varna­fé­lags­ins, var fljót­ur á vett­vang, með gang­hraða hátt í 30 sjó­míl­ur. Gott var í sjóinn.

Deila: