Tæpum 250 milljónum úthlutað úr fiskeldissjóði

Deila:

Stjórn Fiskeldisjóðs hefur úthlutað styrkjum til tólf verkefna í sjö sveitarfélögum, samtals að fjárhæð 247,7 milljónir króna. Vesturbyggð fær mest en því næst Ísafjarðarbær og Fjarðabyggð.

Á vef Stjórnarráðsins segir að 25 umsóknir hafi borist frá átta sveitarfélögum. Ein hafi verið dregin til baka þannig að fyrir hafi legið 24 gildar umsóknir að fjárhæð 758.512 m.kr. eða þrefalt hærri fjárhæð en var til úthlutunar.

Sveitarfélag/verkefni Ár 2023
Bolungarvík 33.280.000
Vatnsveita (framhaldsverkefni) 33.280.000
Fjarðabyggð 46.950.000
Dýpkun, Eskifjörður 24.500.000
Fráveita, í sex byggðakjörnum 22.450.000
Ísafjarðarbær 46.280.000
Fráveita Flateyri 22.010.000
Hreinsivirki og sameining útrása á Suðureyri 24.270.000
Strandabyggð 24.440.000
Færanlegar kennslustofur, Hólmavík 24.440.000
Súðavíkurhreppur 2.750.000
Afmörkun hafnarsvæðis f. ISPS vottun 2.750.000
Tálknafjarðarhreppur 24.760.000
Húsnæði leikskóla, Börn breyta heiminum 24.760.000
Vesturbyggð 69.230.000
Slökkvibifreið á Bíldudal 29.020.000
Vatneyrarbúð, þekkingar- og þróunarsetur á Patreksfirði 8.480.000
Viðbygging við leikskólann Araklett, Patreksfirði 26.480.000
Örveruhreinsun með geislatækni 5.250.000
Samtals 247.690.000

 

Stjórn Fiskeldissjóðs metur það svo að verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni falli öll vel að áherslum sjóðsins og séu til þess fallin að styrkja innviði sveitarfélaga og atvinnulíf á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.

Nánari upplýsingar má finna á síðu Fiskeldissjóðs.

Deila: