Loðnuvinnslan skilar methagnaði

Deila:

Rekstur Loðnuvinnslunnar gekk afar vel á síðasta ári, reyndar skilaði árið methagnaði og því óhætt að fullyrða að fyrirtækið sé stöndugt en síðasta ár var langbesta rekstrarár Loðnuvinnslunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fyrirtækisins.

Þar segir að hagnaður af rekstri félagsins hafi eftir skatta verið tæplega 3,5 milljarðar króna, samanborið við 1,25 árið 2021.

  • Tekjur LVF voru 18.180 milljarðar sem er 45% aukning frá fyrra ári.
  • Tekjur að frádregnum eigin afla voru 14.039 milljarðar.
  • Veltufé frá rekstri var 4.502 milljarðar á móti 1.572 milljörðum árið 2021.
  • Eigið fé félagsins í árslok 2022 14.895 milljarðar sem er 54% af niðurstöðu efnahagsreiknings.
  • Stærsti hluthafi LVF er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut. Á aðalfundi Loðnuvinnslunnar var ákveðið að greiða 20% arð til hluthafa sem gera 140 milljónir.
Deila: