Umhverfissjónarmið hafi áhrif á gjaldskrá Faxaflóahafna

Deila:

Alþingi samþykkti í vikunni breytingar á hafnalögum. Í þeim felst meðal annars að Faxaflóahöfnum er nú heimilt að taka mið af umhverfissjónarmiðum, orkunýtni eða kolefnisnýtni í siglingum þegar kemur að gjaldskrá flutningaskipa. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Nær þessi heimild til Faxaflóahafna, stærstu hafnar Íslands, en ráðuneytið hyggst nú í kjölfarið undirbúa ákvæði sem nær yfir aðrar hafnir landsins.

„Með breytingunum er opnað á umhverfismiðaða gjaldtöku sem hefur rutt sér til rúms í Evrópu. Í dag eru einungis skemmtiferðaskip metin samkvæmt þessum alþjóðlegu vísitölum en þegar fram líða stundir gætu flutningaskip bæst við. Með þessu verður til fjárhagslegt hvatakerfi til umhverfisvænni og sjálfbærari skipareksturs. Afslættir eða álögur af þessu tagi skulu samkvæmt breyttum lögum vera gagnsæjar, hlutlægar og án mismunar og samræmast samkeppnislögum,” segir á vefnum.

 

Deila: