Fjölgun daga í grásleppu

Deila:

Veiðidögum í grásleppu hefur verið fjölgað úr 35 í 45. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Matvælaráðuneytið hefur gefið úr reglugerð þar að lútandi.

Skip sem nú þegar hafa lokið við 35 dagana og eru ekki búin að fá strandveiðileyfi geta sent póst á fiskistofa@fiskistofa.is til að fá grásleppuleyfi virkjað í 10 daga og fengið þannig 45 daga samtals líkt og nú er heimilað.

Þeir bátar sem hafa lokið við 35 dagana en eru farnir á strandveiðar geta ekki virkjað grásleppuleyfið aftur.

Deila: