Könnun um orkuskipti smábáta

Deila:
Háskólasetur Vestfjarða vinnur nú að rannsóknaverkefni um félagslega þætti í tengslum við orkuskipti í smábátaútgerð.  Verkefnið er stutt af Landsvirkjun og Orkurannsóknasjóði.  Niðurstöður verða birtar í opinberri skýrslu Landsvirkjunar. Frá þessu greinir Landssamband smábátaeigenda.
Dr. Catherine Chambers, Rannsóknastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða stjórnar könnuninni og hefur óskað eftir liðsinni frá LS.  Könnunin er nafnlaus og öll svör verða lögð saman í lokaniðurstöðunni.
Óhætt er að hvetja smábátaeigendur til að taka þátt í könnuninni. Það tekur um 10 mínútur.
Deila: