35% pottsins kom að landi í maí þrátt fyrir brælur

Deila:
strandveiðar handfæri sandgerði

Fyrsta mánuði strandveiða er lokið. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu voru 712 skip á strandveiðum í maí. Heimilt er að veiða 10 þúsund tonn af þorski. Í maí kom 35% þorskaflans að landi – þrátt fyrir miklar brælur. Útlit er því fyrir að strandveiðum ljúki snemma þetta árið, annað árið í röð.

Ljóst er að veiðar hafa best gengið á svæði A þegar kemur að þorski. Meðalbátur er kominn með 6,1 tonn af þorski á A-svæði. Til samanburðar er bátur á B-svæði með 4,4 tonn af þorski.

Ufsaveiðar hafa verið drjúgar á svæði A og D, eins og meðfylgjandi tölur bera með sér.

Þegar skoðaðar eru tölur yfir 100 aflahæstu bátana (þorskur, ufsi og aðrar tegundir) í maí voru 73 þeirra á svæði A. Neðangreindar tölur eru unnar upp úr gögnum frá Fiskistofu.

Deila: