Niðurstöðurnar kynntar í ágúst

Deila:

Seinni hluta ágúst þessa árs verða niðurstöður starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar  kynntar. Í framhaldinu verða undirbúnar lagabreytingar sem áætlað er að verði lagðar fram á vorþingi 2024. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

„Niðurstöðurnar eru afurð vinnu fjögurra starfshópa og samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra skipaði í júní 2022, m.a. til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum.

Starfshóparnir hafa greint áskoranir og tækifæri á afmörkuðum sviðum; samfélagi, aðgengi, umgengni og tækifærum og eru, ásamt samráðsnefnd, skipuð samkvæmt sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá 28. nóvember 2021.”

Upphaflega stóð til að kynna niðurstöðurnar 6. júní.

Deila: