Hafís nálgast landið

Deila:

Mikill hafís nálgast nú landið út fyrir Vestfjörðum. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá bendir á að nú megi greina hafís 15 mílur norðvestan við Barða og 23 mílur norðan við Hornbjarg. Hafís sé einnig að finna 15 sjómílur norðaustan við Drangahlíð á Ströndum.

Gert er ráð fyrir að ísinn muni áfram nálgast land. „Þetta er aðallega vetrarís myndaður á Grænlandshafi, en innan um gætu leynst eldri og þykkari hafísjakar og borgarísjakar, sem eru hættulegir skipum. Einnig gæti verið ástæða fyrir þá sem standa að fiskeldi inni á fjörðum að fylgjast með þróuninni næstu daga. Kortið er byggt á SENTINEL-1 ratsjármynd frá Copernicus EU,” segir í færslu á Facebook.

Deila: