Metdagur í gær – mokveiði á svæðum A og D

Deila:
strandveiðar handfæri sandgerði

Strandveiðiflotinn landaði 432 tonnum í gær, þriðjudag. Samkvæmt gögnum frá Fiskistofu er um að ræða stærsta daginn á strandveiðum á yfirstandandi tímabili. Aðeins 10. maí fór aflinn áður yfir 400 tonn.

Eftir gærdaginn hafði flotinn nýtt 43,38% af pottinum. Blíða er á miðunum í dag. Ef veiðar ganga jafn vel og í gær gæti hlutfallið eftir daginn í dag farið að nálgast 50%. Feiknaveiði er á A-svæði auk þess sem góð ufsaveiði er á svæði D. Verst gengur á svæði C þessa dagana.

Hér má sjá meðalveiði á bát í gær, eftir svæðum.

 

Deila: