Segja upp öllu fisk­vinnslu­fólki í Þor­láks­höfn

Deila:

Öllu starfsfólki í fiskvinnslu hjá Ísfélaginu í Þorslákshöfn verður sagt upp í vikunni. RÚV greindi frá þessu. Um er að ræða 25 starfsmenn. Fram kemur í frétt RÚV að níu hafi verið sagt upp um mánaðamótin febrúar mars, svo því hafi 34 misst vinnuna samtals. Fyrirtækið hyggst hætta starfsemi í bænum.

Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra, að bolfiskvinnslan í Þorlákshöfn sé stærri en kvótinn leyfi. Hryggjarstykkið í vinnslunni, humarvinnsla, hafi horfið úr starfseminni þegar humarveiðar voru bannaðar 2021. Ekki sé útlit fyrir veiðar á humri næstu 10 árin.

Ísfélagið er eitt af stærstu sjávar­út­vegs­fé­lögum landsins. Það hefur höfuðstöðvar í Vest­manna­eyjum en einnig starfsstöðvar á Siglu­firði, í Þor­láks­höfn og á Þórs­höfn.

Deila: