Síldarvinnslan gaf björgunarvesti

Deila:

Síldarvinnslan færði björgunarsveitunum Ísólfi á Seyðisfirði og Gerpi í Neskaupstað björgunarvesti fyrir börn að gjöf nú fyrir sjómannadaginn. Frá þessu segir á vef fyrirtækisins.

„Notkun vestanna hófst nú um sjómannadagshelgina þegar börnum bauðst að fara í vesti fyrir hina árlegu hópsiglingu skipanna. Björgunarsveitafólk klæddi börnin í vestin á bryggjunni áður en haldið var í hópsiglinguna og tók síðan á móti vestunum að siglingu lokinni.”

Fram kemur að með þessu vilji Síldarvinnslan og björgunarsveitirnir leggja áherslu á að hugað sé að öryggismálum þegar haldið er í sjóferð og brýnt sé að börn skynji strax að hafa þurfi öryggi í öndvegi.

Mynd: Páll Freysteinsson

Deila: