Smáforrit til að telja hvali

Deila:

Hvalatalningasmáforrit Hafrannsóknastofnunar er komið í gagnið eftir mikla þróunar- og undirbúningsvinnu þróunarteymis stofnunarinnar. Þetta kemur fram á vef Hafró.

Þar segir að frumútgáfa forritsins sé nú í prufukeyrslu á Árna Friðrikssyni HF. Hingað til hafi verið notast við blöð, blýant og upptökutæki til að skrá talda hvali.

„Um leið og hvalatalningafólk hefur komið auga á hval og skráð inn í kerfið uppfærast upplýsingar um stöðu talninga. Smáforritið miðlar gögnum beint til Hafrannsóknastofnunar í gegnum vefþjónustur en teymið hannaði samhliða Mælaborð hvalatalninga sem sýnir grafískt stöðu hvalatalninga hverju sinni. Eins og fram kemur í frétt Hafrannsóknastofnunar um upphaf hvalatalninga í ár er hér um að ræða eina umfangsmestu dýratalningu veraldar, enda talningarsvæðið mjög víðfemt (sjá kort í frétt hér),” segir í fréttinni.

Mælaborð hvalatalninga sem byggir á upplýsingum úr smáforritinu er aðgengilegt almenningi með þessum tengli, smellið hér. 

Hér má sjá staðsetningu skipa Hafrannsóknastofnunar hverju sinni.

Deila: