Strandveiðibátur í vanda
Slysavarnafélaginu Landsbjörgu barst útkall um klukkan fjögur í nótt vegna strandveiðibáts sem var í vanda staddur. Óttast var að bátinn myndi reka upp í fjöru á Suðurnesjum. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein var kallað út. Annar strandveiðibátur var til taks þar til hálpin barst. Vel gekk að koma kaðli að bátnum og var hann dreginn til hafnar í Sandgerði.
Auk björgunarskipsins og þeirra sem voru til taks í landi var þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út og var hún til taks á meðan á aðgerðinni stóð.
Meðfylgjandi mynd tók áhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein í nótt.