Hífður í þyrlu úr lekum bát

Strandveiðisjómaður var í nótt fluttur á spítala eftir að hafa verið bjargað úr lekum bát, um fimm sjómílur norðvestur af Gróttu. Maðurinn var einn um borð.
Talsverður sjór var kominn í bátinn þegar björgunarskip komu á vettvang en þá var nokkuð um liðið frá því Landhelgisgæslan hætti að heyra frá manninum. Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafi var kallaðar út.
Nokkur slagsíða var komin á bátinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Þeim tókst að dæla úr bátnum þannig að hægt væri að draga hann til hafnar. Maðurinn var eitthvað slasaður og rænulítill. Hann var hífður í þyrlu gæslunnar.