Segja laxeldisfyrirtækin áhugalaus um að semja

Deila:

Í frétt á vef VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna kemur fram að kjaradeilu félagsins við laxeldisfyrirtækin hafi verið vísað til ríkissáttasemjara. Í fréttinni er sagt að samningsvilji greinarinnar sé lítill.

„Kjaraviðræður við lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in hafa lítið þokast. Þrátt fyr­ir að grein­in hreyki sér af því á op­in­ber­um vett­vangi að vera orðin næst stærsta út­flutn­ings­grein­in þegar kem­ur að sjáv­ar­af­urðum er vilji þeirra til að gera kjara­samn­ing við stétt­ar­fé­lög í grein­inni lít­ill. VM hef­ur vísað deil­unni til sátta­semj­ara, í þeirri viðleitni að þoka mál­um í rétta átt.“

Á myndinni er Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM.

Deila: