Segja laxeldisfyrirtækin áhugalaus um að semja

Í frétt á vef VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna kemur fram að kjaradeilu félagsins við laxeldisfyrirtækin hafi verið vísað til ríkissáttasemjara. Í fréttinni er sagt að samningsvilji greinarinnar sé lítill.
„Kjaraviðræður við laxeldisfyrirtækin hafa lítið þokast. Þrátt fyrir að greinin hreyki sér af því á opinberum vettvangi að vera orðin næst stærsta útflutningsgreinin þegar kemur að sjávarafurðum er vilji þeirra til að gera kjarasamning við stéttarfélög í greininni lítill. VM hefur vísað deilunni til sáttasemjara, í þeirri viðleitni að þoka málum í rétta átt.“
Á myndinni er Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM.