128 missa vinnuna á Akranesi

Deila:

Hátæknifyrirtækið Baader Skaginn 3X hefur sagt upp öllu starfsfólki, 128 manns. Óskað hefur verið eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Skaginn 3X hefur er rótgróið fyrirtæki á Akranesi og hefur starfað þar áratugum saman. Skaginn sameinaðist ísfirska fyrirtækinu 3X fyrir sjö árum en fyrir tveimur árum keypti þýska félagið Baader meirihluta í sameinuðu fyrirtæki. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu á hátæknibúnaði fyrir fiskvinnslur.+

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að dagurinn sé sorgardagur fyrir Akranes.

Deila: