Laxey safnar 900 milljónum

Deila:

LAXEY lýkur 900 milljóna hlutafjárútboði, hefur undirbúning að áfanga tvö í áframeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Áfangi tvö mun að sögn bæta 4.500 tonna framleiðslu á laxi viðð þau 4.500 tonn sem þegar eru fullfjármögnuð í áfanga eitt. Stefnt er að uppbyggingu laxeldisins í sex jafnstórum áföngum.

„Ákvörðunin um að fara í þessa hlutafjáraukningu nú var tekin vegna mikils áhuga fjárfesta í framhaldi af 6 milljarða hlutafjárútboði félagsins í apríl á þessu ári. Nýir öflugir hluthafar tóku þátt núna og má þar nefna Farvatn Private Equity og Kontrari, tvö norsk fjölskyldufélög með mikla reynslu af fjárfestingum tengdum fiskeldi,” segir í tilkynningunni.

Fram kemur að uppbygging félagsins gangi vel. Seiðastöðin hafi hafið starfsemi með móttöku tveggja seiðahópa, sem dafni vel. Fullkláruð mun seiðastöðin geta framleitt 4 milljónir seiða á ári. Þeim áfanga verður náð í júlí.

„Seiðin verða nýtt bæði við framleiðslu á laxi til manneldis á staðnum auk framleiðslu stórseiða – en fyrsta sala á stórseiðum er áætluð sumarið 2025. Framkvæmdir á áframeldi félagsins ganga vel og var fyrsta 5000 m3 fiskeldiskerið reist í Viðlagafjöru í júní og í mars á þessu ári voru 6 stórseiða ker reist á sama svæði, sem hvert um sig rúmar 900 m3.

Sjá nánar hér

Deila: