Skítabræla í næstu viku

Deila:

Útlit er fyrir haugabrælu á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku, ef marka má veðurspár. Rætist spáin gæti teygst úr strandveiðivertíðinni sem því nemur.

Eins og sjá má á meðfylgjandi korti verður ekkert sjóveður fyrir smábáta aðfararnótt fimmtudags, nema ef vera skyldi á norðausturhorni landsins.

Tíðarfar hefur verið andstyggilegt á suðvesturhorninu undanfarnar vikur. Ekkert lát virðist ætla að vera á því.

Deila: