Síðasta vika strandveiða runnin upp

Deila:

Allt útlit er fyrir að strandveiðiflotinn ljúki við að draga 12.000 tonn af þorski upp úr sjónum í þessari viku. Matvælaráðherra, sem áður hafði heimilað veiðar upp á 10.000 tonn, bætti 2.000 tonnum við aflaheimildir á dögunum. 881 tonn er eftir af þeim heimildum.

Þegar vel viðrar dregur strandveiðiflotinn iðulega meira en 400 tonn af þorski upp úr sjó á dag, þrátt fyrir meðaltalið yfir vertíðina sé lægra. Veðurspá fyrir mánudag og þriðjudag er á þann veg að ekki er ólíklegt að vel gangi að veiða. Veiðar gætu verið stöðvaðar eftir þriðjudaginn næsta. Ef sú spá rætist eru dagurinn í dag og morgundagurinn síðustu tveir dagarnir þessa vertíðina.

 

Deila: