Vélstjórar samþykktu en skipstjórnarmenn felldu

Félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna felldu kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Þetta kemur fram á vef félagsins. Þar segir að 38 af 44 á kjörskrá hafi tekið þátt. Samningurinn var felldur með 60,53% atkvæða.
Vélstjórar í ferðaþjónustu annars vegar en á farskipum hins vegar, félagsmenn VM, samþykktu hins vegar kjarasamninga í liðinni viku. Þar var mjótt á munum.