Steypireyðar syntu inn Eyjafjörð
Þrjár steypireyðar syntu um Eyjafjörð í fyrradag. RÚV segir frá því að hvalaskoðunargestir við Eyjafjörð hafi brosað hringinn að undanförnu enda sé mikið af hval við Íslandsstrendur. Fátítt mun vera að steypireyðar syndi inn Eyjafjörð.
Fram kemur í fréttinni að sérstaklega mikið af hnúfubak sé við Ísland en tegundin hafi verið friðuð áratugum saman. „Hvalirnir hafa leikið listir sínar víða um landið síðustu vikur, allt frá Ísafjarðardjúpi yfir á Borgarfjörð eystri.”