Ólafur Karl til Kapp
Ólafur Karl Sigurðarson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri tæknifyrirtækisins Kapp. Hann verður Frey Friðrikssyni forstjóra og eiganda Kapp innan handar og mun bera ábyrgð á uppbyggingu og rekstri erlendrar starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Ólafur hefur starfað í níu ár hjá Marel, sem framkvæmdastjóri.
Kapp sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu ogo þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP hefur framleitt og selt OptimICE krapavélar og RAF sprautusöltunarvélar um allan heim með góðum árangri. OptimICE er fljótandi krapaís sem framleiddur er úr sjó um borð í skipum og leysir af hólmi hefðbundinn flöguís.
Fram kemur í tilkynningunni að Kapp meti svo að tækifæri séu til staðar í Bandaríkjunum, Kanada, Alasa og víðar. Ráðning Ólafs sé liður í þeirri vegferð.