Brim og Samherji fá mest á næsta fiskveiðiári

Deila:

Fiskveiðiáramót ganga í garð 1. september næstkomandi. Því hefur Fiskistofa úthlutað aflaheimildum næsta fiskveiðiárs og birt á vef stofnunarinnar www.fiskistofa.is. Brim fær hæstu úthlutunina eða 9,55% af heildarafla. Samherji fylgir þar næsts á eftir með 8,72%.

Þegar horft er til skipa með hæstu úthlutunina kemur í ljós að Sólberg ÓF 1, skip Ísfélagsins, fær mest, eða 10.305 þorskígildistonn. Guðmundur í Nesi RE, frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. fær 10.006 þorskígildistonn. Þessi skip eru í sérflokki. Í þriðja sæti er Drangey SK, frá FISK-Seafood ehf. sem fær 6.786 þorskígildistonn.

Reykjavík er það bæjarfélag sem fær hæstu úthlutunina, þegar horft er á heildarúthlutun eftir heimahöfn, en Vestmannaeyjar fengu mest í fyrra. Þar á eftir fylgja Grindavík og Vestmannaeyjar.

Af leyfðum heildarafla eru dregin frá 5,3% sem skiptast með eftirfarandi hætti:

  • Skel og rækjubætur 1.993 tonn

  • Byggðakvóti til fiskiskipa 5.645 tonn

  • Byggðakvóti Byggðastofnunar 6.302 tonn

  • Frístundaveiðar 200 tonn

  • Strandveiðar 11.100 tonn

  • Línuívílnun 1.835 tonn

  • Nýliðun vegna grásleppu 65 tonn

Deila: