Rekstur Hampiðjunnar og Voot rennur saman
Skynsamlegt er að leggja saman rekstur Voot ehf. og Hampiðjuna ehf., en Hampiðjan keypti 68% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu. Markmiðið er að ná fram hagkvæmni í rekstri en fram kemur að Vignir Óskarsson muni áfram stýra Voot.
Í tilkynningunni segir:
„Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, Voot ehf., hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað eftir kaup Hampiðjunnar á 68% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Voot hefur byggt upp sterka markaðsstöðu í útgerðar- og rekstrarvörum ásamt því að þróa sjóvinnufatalínuna MarWear og því sem fyrirtækið var upphaflega stofnað til – að útvega beitu til línuveiðiskipa.
Hampiðjan Ísland, sem er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar og sinnir íslenska markaðinum með veiðarfæri og rekstrarvörur, hefur einnig sinnt sölu á rekstrarvörum og ýmsum vörum fyrir útgerð og undanfarin ár í mjög nánu samsstarfi við Voot.
Samstarfið hefur verið svo náið að á þessum tímapunkti er skynsamlegt að leggja þessa tvo rekstrarhluta saman til að ná fram frekari hagkvæmni og Voot, áfram undir styrkri stjórn Vignis Óskarssonar, að einbeita starfsemi Voot að beitu og aukaafurðum í sjávarútvegi.”