Hægt að sækja um viðbót í makríl

Deila:

Skip í A-flokki geta sótt um viðbótarheimild í makríl til 10. september, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Umsóknir um úthlutun skal senda á fiskistofa@fiskistofa.is þar sem fram kemur fyrir hvaða skip verið er að óska eftir úthlutun á.

Úthlutun þessi byggir á ákvæðum reglugerðar um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótaraflaheimildum í makríl. Samkvæmt reglugerðinni skal Fiskistofa skipta því magni sem ekki hefur verið úthlutað til B-flokks skipa, jafnt til þeirra skipa í A-flokki sem óska eftir úthlutun. Við birtingu þessarar tilkynningar eru 4.000 tonn í pottinum.

Verð aflaheimildanna er jafn veiðigjaldi makríls hverju sinni eða 1,79 kr/kg samkvæmt auglýsingu um veiðigjald 2024.

Hafró hefur greint frá því að óvenjulega lítið hafi verið af makríl í íslenskri lögsögu í sumar.

Vísitala lífmassa makríls var metin 2,51 milljón tonn sem er tæplega 42% lækkun frá árinu 2023 og er minnsti lífmassi sem mælst hefur síðan 2007.

Deila: