Aflahefti fyrir nýliðið fiskveiðiár birt
Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um afla og veiðar síðasta fiskveiðiárs.
Fram kemur á vef stofnunarinnar að birting aflaheftis í Power BI hafi mælst vel fyrir á síðasta ári. Því séu tölurnar birtar með sama hætti í ár.
Í heftinu er meðal annars hægt að virða fyrir sér þróun afla ólíkra tegunda. Samantekt yfir helstu tegundir má sjá hér fyrir neðan.
Athugið að myndin er gagnvirk. Hægt er að smella á nöfn tegundanna og velja hvaða línur eru birtar.