Norðmenn og ESB þræta um fiskveiðikvóta

Deila:

Harðar deilur eru uppi á milli Norðmanna og Evrópusambandsins um fiskveiðikvóta. Aðilar málsins hittust á mánudag þar sem leggja átti línurnar fyrir viðræður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við Norðmenn. Málið snýst aðallega um þorskkvóta í Norðursjó og Svalbarða. Einhliða ákvarðanir Norðmanna hafa farið illa í fulltrúa Evrópusambandsins.

RÚV greinir frá þessum deilum á vef sínum. „Nýjasta útspil Norðmanna, að taka einhliða ákvarðanir varðandi kvóta falla okkur ekki í geð,“ er haft eftir Planas Puchades, sjávarútvegsráðherra Spánar.

Fram kemur að ESB sé að dusta rykið af reglugerð frá 2012 sem heimili aðgerðir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar fiskveiðar. Svo gæti farið að Evrópusambandið banni Norðmönnum að flytja fisk til Evrópusambandsins.

Ítarlega umfjöllun um málið má lesa hér.

Deila: