Kaldvík fær ASC-vottun

Deila:

Fiskeldisfyrirtækið Kaldvík á Austfjörðum hefur fengið ASC-vottunina. Frá þessu greinir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að um sé að ræða eina kröfuhörðustu gæða- og umhverfisvottun í matvælaiðnaðinum. Staðallinn hafi verið þróaður af World Wildliffe Fund, Alþjóðlega náttúruverndarsjóðnum, og votti framlag framleiðenda til sjáfbærra og öruggra starfshátta, dýravelferðar og verndunar nærliggjandi vistkerfa.

Vottunin nær að sögn meðal annars til þátta sem snúa að að lágmarka áhrif á nærliggjandi vistkerfi með sérstakri áherslu á framlag til að draga úr slysasleppingum úr kvíum, sjúkdómshættu og mengun við kvíarnar.

Haft er eftir forstjóra fyrirtækisins að um sé að ræða mikið heillaspor í vegferð Kaldvíkur. Fyrir hafi fyrirtækið verið með vottun frá Whole Foods í Bandaríkjunum. „Við hjá Kald­vík göng­um alltaf út frá því að vinna út frá hæstu ör­ygg­is- og gæðastöðlum, og ánægju­legt að fá þessa vott­un til marks um það,“ seg­ir Roy-ToreRik­ardsen, for­stjóri Kald­vík­ur í til­kynn­ing­unni. 

Myndin er úr safni

Deila: