Umsóknir um selveiðar 2025

Deila:

Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja á árinu 2025. Í Reglugerð um bann við selveiðum segir að selveiðar séu óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó, ám og vötnum) nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu.

Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag.

Umsóknarfrestur er til 15. október 2024.

Umsóknum skal skila á eyðublaði sem senda skal með tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa.is eða með bréfpósti á heimilisfang stofnunarinnar.

Deila: