Einar stígur til hliðar

Deila:

Einar Gústafsson hefur stigið til hliðar sem framkvæmdastjóri American Seafoods. Við stöðunni hefur Inge Andreassen, áður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, tekið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að brotthvarf Einars úr starfi forstjóra hafi borið brátt að.

Um er að ræða afar stórt útgerðarfyrirtæki sem landi um 250 þúsund tonnum af alaskaufsa og 70 þúsund tonnum af kyrrahafslýsingi á ári. Það er svipað magn af hvítum fiski og allur íslenski skipaflotinn landar á einu fiskveiðiári.

Ekkert kemur fram um ástæður brotthvarfsins í tilkynningunni.

Deila: