Fjórði skammturinn af hrognum
Landeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum tók nýverið við fjórða og stærsta skammtinum sem fyrirtækið hefur fengið af hrognum. Fram kemur á vef fyrirtækisins að tryggja þurfi að hrognin fari hratt og örugglega á réttan stað í klakstöðinni. Undirbúningur og gott skipulag sé því lykilatriði. Allt hafi það tekist vel nú, sem endranær.
Fram kemur að nú sé lífmassi til staðar í öllum kerfum seiðastöðvarinnar; í klakstöðunni og RAS 1,2 og 3.
Á myndinni eru glaðbeittir starfsmenn Laxeyjar.