Gáfu út djúkarfakvóta rétt fyrir kosningar
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gefa út 3.800 tonna kvóta til veiðum á djúpkarfa fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Þetta er gert þvert á ráðgjöf vísindamanna, sem lögðu til að þessar veiðar væru ekki stundaðar. Stofninn væri veikur. Enginn kvóti var gefinn út á djúpkarfa á síðasta fiskveiðiári.
„Djúpkarfi er hægvaxta og seinkynþroska tegund og er slíkum tegundum sérstaklega hætt við ofveiði. Smáum djúpkarfa (≤30 cm) í stofnmælingaleiðangri hefur fækkað mikið frá árinu 2007 sem gefur til kynna að nýliðun sé lítil. Þar sem ekki er að vænta umtalsverðrar nýliðunar á næstu árum er líklegt að framleiðni stofnsins minnki. Í fyrirsjáanlegri framtíð mun hrygningarstofn halda áfram að minnka, óháð nýliðun, vegna þess hve seint djúpkarfi verður kynþroska,“ segir í ráðgjöf Hafró um djúpkarfa.
Haft var eftir Jón Gunnarssyni, aðstoðarmanni matvælaráðherra i gær, að kvótinn hefði verið gefinn út eftir hvatningu frá Félagi skipstjórnarmanna og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Veiðarnar hagni saman við veiðar á gullkarfa og grálúðu. Djúpkarfi sé óhjákvæmilegur meðafli.
Menn hafi verið að veiða karfann „hvort sem er“ og verið að skrá hann í svokallaðan VS afla eða í tegundatilfærslur. Með útgáfu kvóta sé hreinlegra og auðveldara að auka verðmætasköpunina.
Kosningar til Alþingis eru á laugardaginn.