Kanna stöðu hinseginfólks í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið stendur fyrir könnun á viðhorfi gagnvart hinsegin fólki og stöðu hinsegin fólks í sjávarútvegi, landbúnaði og tengdum greinum. Frá þessu segir á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að könnunin sé unnin í samstarfi við Saamtökin ’78 og eigi erindi við öll þau sem starfað hafa í sjávarútvegi síðastliðin tvö ár innan þessara greina, óháð kynhneigð og kynvitund.
Könnunin er að sögn liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks sem miðar að því að bæta stöðu, stuðla að framförum og koma á réttarbótum fyrir hinsegin fólk til hagsbóta fyrir samfélagið.
„Um er að ræða fyrstu aðgerðaáætlunina sem snýr eingöngu að málefnum hinsegin fólks og er stefnt að áframhaldandi samstarfi við Samtökin ´78. Með aukinni fræðslu og víðtæku samráði við hagsmunaaðila verður vonandi hægt að varpa betra ljósi á stöðu hinsegin fólks þar sem lítið er vitað um stöðu þeirra í landbúnaði og sjávarútvegi.”