Kvóti Þórsbergs seldur frá Tálknafirði
Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, hefur keypt krókahlutdeild og krókaaflamark yfirstandandi fiskveiðiárs af Þórsberg ehf. á Tálknafirði. Kaupverðið er 7,5 milljarðar króna en aflaheimildir fyrirtækisins voru í lok ársins 1.477 þorkígildistonn. Þau voru áður á skipinu Indriða Kristins BA.
BB.is á Ísafirði sagði fyrst frá. Söluverðið mun vera 82% hærra en bókfært verð. Greiddar voru um 5.000 krónur fyrir hvert kíló.
Brim hf. er stærsti hluthafinn í Þórsbergi, með ríflega 40% hlut. Guðjón Indriðason á 39% hlutafjár í Þórsbergi í gegn um félagið Litli vinur hef. Hann sjálfur og fjögur börn hans halda samtals á 16 prósent hlut.