Fiskifræðingur segir að veiða þurfi miklu, miklu meira
Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir aðeins eitt að gera til að forðast horfelli í þorskstofninum; að veiða miklum miklu meira. Þetta skrifar hann í færslu á Facebook og bendir á að allar árgangar þorsks sjö ára og yngri séu langt undir meðaltali síðustu ára í þyngd. Fimm ára þorskur sé 20% léttari en í fyrra. Hann segir hins vegar að ekki megi minniast á að auka veiðar og að aflinn sé „skammtaður af Hafró af vanþekkingu þeirra á líffræði og trú þeirra á að það sé hægt að telja fiskana í sjónum og geyma hann til mögru áranna!”
Jón hefur um árabil gagnrýnt kvótakerfið.
Í færslu sinni bendir hann á að miklar þrætur séu nú um hvar eigi að taka þann afla (kvóta) sem þurfi til að uppfylla 48 daga strandveiðar. Svarið liggur í augum uppi að hans mati: „Auðvitað verður hann tekinn úr hafinu en ekki af neinum.” Hann bætir við: „Þegar notað er dagakerfi til stjórnar fiskveiða er engin þörf á að stýra aflanum líka. Í Færeyjum þar sem notað er dagakerfi er mönnum leyfilegt að veiða það sem þeir vilja hvað varðar tbæði tegundir og magn.”
Jón segir að hungrsneyð þorksins rími vel við aukinn færaafla síðastliðið sumar. „Við því er aðeins eitt að gera til að forðast horfelli og það er að veiða meira, miklu meira. En sennilega munu fákunnendurnir reyna bankabókaraðferðina áfram, þar til, eins og Mangi poki sagði: Þar til einhver kemur, svartur eða hvítur og stöðvar vitleysuna.”
Myndin að neðan sýnir frávik frá meðalþyngd þorsks eftir aldri.