Duflinu eytt í birtingu

Deila:

Tundurduflinu sem kom í veiðarfæri togara í gær var eytt í morgun. Áform um það komu fram í færslu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi.

Fram kemur að aðgerð lögreglu og Landhelgisgæslunnar á Akureyri hafi verið umfangsmikil. Sprengjusérfræðingarnir byrjuðu á að rannsaka sprengjuna sem reyndist vera tundurdufl.

„Tryggja þurfti hvellhettu duflsins áður en hægt var að hefja flutning þess. Að því búnu var tundurduflinu komið fyrir á lyftara og það fært innan hafnarsvæðisins. Af lyftaranum var tundurduflið híft og því komið fyrir í sjó. Næst var það dregið með dráttarbáti hafnarinnar á heppilegan stað þar sem gert er ráð fyrir að því verði eytt í birtingu á morgun.”

Deila: